Monday, April 24, 2006

Hello Iceland

Jæja..ég gefst upp
Nenni ekki lengur að blogga ekki lengur...Hef svo marg að segja (NOT)
Er að vakna aftur til lífsins eftir vetrarhýði...búið að vera viðbjóðslega kalt og alls ekki hægt að blogga með frosna putta!!
En nú er sumar í lofti og samkeppnin á götunum hafin.... Gellurnar keppast við það hver er í stysta pilsinu og alls ekki verra ef sést í sníp...jamm, en ég góða stelpan fer ekki í pils fyrir ofan hné...
Nei í alvöru..ég meina það..það er ótrúlegt hvernig þessar gellur klæða sig...og svo eru það skórnir... Ef þið trúið mér ekki þá á Ásta Sóley gott safn af rússneskum skómyndum...
Annars hlakka ég ansi mikið að koma heim...hef fengið nóg í bil, og svo eru moskítóflugur, kakkalakkar og enn meiri mengun að fara að láta sjá sig...Svo ég tali nú ekki um túristana...USS
Later
katskaya

Wednesday, October 19, 2005

Kæru vinir

Jæja ætli mér sé ekki hollast að fara að blogga.... Sveitalubbarnir uppá Íslandi (ÞIÐ) eru víst farnir að kvarta og væla svo mikið undan bloggleysi frá Russian Federation...
Ég er að borða þýska trufflu..mmm...bragðast alveg eins og kókoskúla mínus kókos...
Ég er dottin niðrí eitthvað ofát og sælgætissýki..raða í mig súkkulaði og tertum eins og brjálæðingur.
Skólinn sökkar ennþá..og jafnvel meira núna ef eitthvað er.. Fékk leiðindafréttir um að ég má alls ekki skila stóru ritgerðinni minni á ensku eins og var búið að hálf lofa mér...o nei nei..hún verður víst að vera á rússnesku..
Og svo bannaði gamalt prump mér að taka upp í tíma hjá sér....eða reyndar sagði hann að ég mætti taka upp úr sætinu mínu...yeah right...10metra frá honum og skvaldur allt í kring.. hann var alveg staðfastur og anal....
Og svo er eini þjáningarbróðir minn hættur.. Það var gaur frá Kananda sem var í þessu sama og ég en hann er víst búin að gefast upp, svo það er bara ég eftir og 50þúsund kínverjar.

Mér tókst að eyðileggja a) vegginn á ganginum b) dúkinn á ganginum c) dyrakarminn inní herbergið mitt d) parketið inní herbergi meðleigjanda míns e) dyrakarminn hans....
Jamm ég er rosa flink....
Ástæðan var einföld. Ég ákvað að ég ætti að fá píanóið inní herbergið mitt sem er inni hjá honum. Það var allt í lagi og ég hann og Gísli fórum í mission með þessum afleiðingum...
Og til að kóróna allt saman þá komst það ekki inní herbergið mitt þar sem gangurinn er og mjór og við náðum ekki beygjunni.... en sem betur fer er íbúðin mín mjög rússnesk og sjoppuleg fyrir svo þetta bæti bara á sjarmann...
Ég bauð karlmanni í mat í gær (soðin ýsa a la kata með íslensku smjöri...), og svo keypti ég blóm handa sjálfri mér og fullt af kökum.....Borðaði líka 1/2 líter af ís í gær....
Karlmanninum fannst fiskurinn góður og hafði aldrei smakkað soðin fisk né brokkoli áður....(skrýtnir þessir rússar maður).
Umræddur karlmaður heitir Alexander Vladimirovitch og er að fá skalla. Listamaður, bláeygður, rétthentur og hrútur eins og ég. Sjáum hvert það fer...
Hann er samt of gamall....hann er bara 5 dögum yngri en ég...allt of gamalt maður!!! (heimild: Kolbrún Ýrr Jónasdóttir)
Það er svo kalt í íbúðinni minni... Það er hlýrra útá götu.
Núna sit ég undir teppi, í ullarsokkum og bleikri lopapeysu með trefil og með rafmagnsofn á fullu...
Ég er ekkert smá léleg í rússnesku..og í ensku líka!!!
Var að reyna að lesa fyrir morgundaginn í rússneskri bók, og þurfti að þýða annað hvert orð og svo annað hvort af öðru hvoru frá ensku líka.....púff...ég tala ekki diplomata ensku hvað þá rússnesku......'Eg þarf svo mikla blessun að það hálfa væri hestur!!

Saturday, September 24, 2005

Menningarhálvitinn ég

Jæja....
Var að koma úr skólanum...og það er N.B. LAUGARDAGUR!!!!!!!!!!!!!!!!!
Þetta er alveg hræðilegt... Sat í hagfræðitíma og skildi ekki BOFS...Hvernig á ég að skilja hagfræðiformúlur sem eru skammstafaðar á rússnesku...ég veit ekkert hvað п /р þýðir..nema að það er bara p/r fyrir mér....(kannski eitthvað með framlegð og eftirspurn)???
En fer og kaupa hafgræðibok á mánudaginn..þá kannski skýrist þetta hehe..
En ég lærði fullt um Evrópusambandið í staðinn..því ég var með bók í töskunni á íslensku og var farið að leiðast...
Vissuð þið t.d. að til þess að Evrópusambandsríki geti tekið upp Evruna, og gerast meðlimir i Efnahags-og myntbandalagi Evrópu (EMU) þá eru 4 atriði sem þau verða að uppfylla:

1) Verðbólga í landinu má ekki vera meira en 1,5 % yfir meðaltali af verðbólgu þriggja landa innan sambandsins sem eru með lægstu verðbólguna.
2) Skuldir landsins mega ekki vera hærri en 60% af Verg landframleiðslu
3) Fjárlagahalli má ekki vera hærri en 3% af Verg landframleiðslu
4) Gengi gjaldmiðils viðkomandi lands verður að hafa verið stöðugur síðustu 2 ár fyrir inngöngu í EMU???
Jahá...pæliði í því....OjOj þetta stefnir í mjög leiðinlegt blogg...yfir í aðra sálma!!

Ég er að fara á tónleika í kvöld með rússneskri Brit punk hljómsveit á þeim ágæta stað MOLOKO (Mjólk)...þetta er svona Sirkus staður...skítugur og litríkur og mjög góður..svo eftir það er stefnan tekin á Fsinks þar sem eru latino /salsa dæmi í gangi..ekkert rosa spennt en danska vinkona mín er rosa spennt, svo maður verður að sýna lit..... og eftir það er þetta á döfunni í menningarlífinu hjá mér:

1) Japanskur nútímadans
2) Leikhús að sjá leikritið Moskvukórinn
3) Billy Band tónleikar (Tom Waits fílíngur)
4) Tristan og Ísold ópera eftir Wagner með mömmu 8.október

jamm jamm..nóg í gangi, og ekki má gleyma Depech Mode 3.mars...hehe...

Annars er ég komin með "vinkonu" í bekknum mínum...hún heitir Dasja og er 16 ára..jamm hún er fædd 1989 sem gerir hana jafn gamla litla bróðir mínum.....!!!!!!!!!!!!!!
En hún er rosa ljúf og er að hjálpar mér helling....

Svo í nóvember þarf ég að gera "doklat"...eða fyrilestur, og ég þurfti í snarhasti að velja efni:
Gúlp!! Ég skildi ekki allt sem stóð á listanum yfir möguleg efni..svo ég valdi "Problems of European identity"...hvað sem það nú er...en þetta á að vera 20mín fyrirlestur á rússnesku...
'Eg ætla að beita gamla trikkinu og vera bara með rosa flott slide show og dreifa blöðum....og bulla svo eitthvað í kringum það...
Það er enginn með tölvu svo það hlýtur að líta út fyrir að ég sé rosa flink ef ég kem med power point presentation....
Annars get ég líka bara daðrað við kennarann...hann er algjört nörd og finnst ég rosa áhugaverð...(örugglega yngri en ég)...kannski get ég flörtað við hann og gefið honum ópal og harðfisk.....hver veit..kannski er það málið.

Ekkert að gerast í ástarmálunum....musliminn fokinn út í veður og vind (sem betur fer)...
En hann hringdi samt í mig kl 06:55 í morgun og var að koma frá Moskvu með lestinni og spurði hvort hann mætti koma því hann yrði að tala við mig (ætli hann sé óléttur)....Ég sagði NEI...BLESS og skellti á hann...(Heyri þá vonandi ekki meir frá honum...því ég er nú bara einu sinni KVENNMAÐUR og ég skellti á hann..það hlýtur að vera rosa hnekkur fyrir karlmennskuna)...

Hey, vá...ælti þetta virki....ég keypti mér rún sem ég er með um hálsinn sem á að halda vitleysingum í burtu og gera mig sterkari...(hmmmm)
Veturinn er hættur við að koma...það var orðið rosa kalt en núna er "Indian summer"...alveg 15°C.
'Eg fór á matarmarkaðinn áðan til að kaupa fisk, þar sem ég bauðst til þess að sjóða fisk og kartöflur með íslensku smöri handa dönsku stelpunni og Gísla Íslending áður en haldið er á tónleikana... í leiðinni keypti ég mér 6 ferskjur hjá einhverjum Armena...(svindlaði heavy á mer) en hann sagði að ég væri sæt og gaf mér mandarínu og vinur hans hljóp á eftir mér og gaf mér plómu og bað um símanúmerið mitt (Ekki fleiri múslima takk)....
En gott fyrir egóið að fá gefna ávexti frá ókunnugum mönnum sem slá manni gullhamra...(samt svona italiano style...you are the most beutiful woman in the world...... bla bla bla)
'Eg fer pottþétt aftur þangað og læt svindla á mér...heheehhe.

Takk og bless

Monday, September 19, 2005

Allt í gangi

Eins og kapítalismi er að tröllríða St. Pétursborg í einu og öllu...þá eru samt þrír mikilvægir hlutir sem er engin leið að kaupa í þessum glugga inn í Rússland.
1) Kennaratyggjó.... Er búin að gera dauðaleit í öllum betri "Grifflum" og "Bókabúðum Böðvars" á stóru svæði en allt kemur fyrir ekki..þetta er bara ekki til. 'Eg er að líma upp myndur af ykkur elskunum mínum sem lesið þetta..en ég bara teípaði ykkur uppá vegg...
2) Línustrikaðar stílabækur... EKKI SÉNS.... Hér skrifa allir glósur í rúðustrikaðar bækur..og er Katan farin að gera það líka..það tók tíma að venjast en er alls ekki svo slæmt.
3) Einhvers konar skólabækur á ensku....NO WAY!!!! Það er allt á rússnesku..svo ég þarf að skreppa inná Amazon eða eitthvað þess háttar..því ég er ekki að höndla að lesa allt mitt námsefni á rússnesku...

Annars er ég ennþá í tómu rugli í skólanum:/
Samt sem áður er nú farið að sjást til sólar þar sem að ég fékk i TALK stykkið mitt á i podinn í dag, sem þýðir að ég get tekið upp alla fyrirlestra... Þetta ágæta stykki mun vera prófað á morgun. Svo fékk ég líka Séð og Heyrt, grænan ópal (nammi namm) og gulan gæjol.
Mamma sendi þetta með manni sem býr hér og fór ég og náði í þetta áðan.... Það var nú algjör hættuför, því ég fór ein að ráfa í metro í kringum miðnætti...en hvað gerir maður ekki fyrir íslenskt nammi og slúður..!!! (Svo þorir hvort eð er enginn að bögga mig því ég get verið mjög skuggaleg ef ég ætla mér...með geðveikis dauðalúkkið hægri vinstri..jamm..fólk tekur bara sveig)

Monday, September 12, 2005

Skóli

Ok Ok...ég játa mig sigraða í skóævintýrinu..... Ég ákvað að "brake in" nýju háhæluðu skóna og fara á þeim útí búð...en til vonar og vara tók ég strigaskó með mér í poka..(By the way, þá kostuðu þessir skór 2000kr)... Ekki var Katan komin lengra en c.a. 200metra þegar hún fór að ganga eins og illa aftaníhossuð hölt hóra....jamm...ekki gekk það vel, en ég mun halda áfram...kannski kemst ég 300metra á morgun.
Markmiðið með þessu öllu er að ég er að fra á klassíska fortepiano tónleika í Fílharmoníunni (massa flott), og svona einu sinni langar mig til að vera dama. Tónleikarnir eru 21.september og ég ÆTLA að fara í þessum skóm. 'Eg er c.a. 15mín að labba í Fílharmoníuna, svo planið mitt er að trítla þangað í strigaskóm, og svo rétt áður en ég kem fyrir hornið að skipta um skó...vera dama á tónleikunum, trítla aftur fyrir hornið og skipta yfir í strigaskó....
Svona Cindarella ævintýri, kannski missi ég skóinn áður en ég kemst fyrir horn og einhver nýríkur mafíurússi finnur skóinn og við ríðum burt á hvítum hesti til Novgorod....

'Eg var aftur rekin úr tíma í dag....reyndar ekki fyrir að mæta of seint, heldur að það var ekki pláss fyrir mig. Við megum velja á milli 3ja faga, og ég valdi grunn tölvunotkun (bara svona til að ég geti verið góð í einhverju)..en það var of seint þar sem sá hópur er fullur og í staðin sit ég uppi með alþjóðatengls í geimnum (hver á hvaða gervihnetti o.s.frv), sem er alveg frekar intresting en ekki jafn einfalt.
Svo komst ég að því að ég þarf að velja mér annað tungumál eftir jól, og mér fannst sniðugast að velja þýsku þar sem ég hef lært hana áður (alltaf að reyna að fara auðveldustu leiðina....ÞAÐ MÁ, þegar maður skilur ekki bofs), en það verður því miður ekki í boði svo valið stendur á milli frönsku og spænsku...ég tek spænsku þar sem ég HATA frönsku eftir að ég fékk 2 í MR..hehe...Kollý kenndi mér einmitt rosa flott ljóð fyrir munnlega prófið en það var ekki nóg..ég hef bara ekki frönsku gen í mér....give me English, Russian or even ICELANDIC, en ekki frönsku.
Ég eignaðist "vini" í skólanum í dag þar sem mér var ekki hleypt inní tölvutímann...þarna voru á ferð "the cool kids" sem sum voru að skrópa og aðrir höfðu mætt of seint...þetta voru þau Oleg, Lena og Sjenja (en hún er í bekknum mínum og leyfði mér að ljóstrita smá dót frá sér..hehe...en ég gaf henni tyggjó, svo við erum kvitt).
'Eg þurfti að sjálfsögðu að byrja á því að útskýra hvar í heiminum Ísland væri..(svo þykist þetta lið ætla að sérhæfa sig í alþjóðatenglsum og Evrópufræðum...uss uss)

Þetta er smá eins og að vera komin í gaggó aftur. Þessi krakkar eru svo ungir (18-21) sem eru að byrja, og það er alveg hrikalegur gelgjuhúmor í gangi, en ég reyni bara að follow the stream og hlæ þegar einhver 1) ullar 2) sendir skutlu 3) gefur kennaranum fokkmerki þegar hann sér ekki til....HAHAHA...yeah right...ég er greinilega farin að þroskast aðeins..
Allir að senda miða og blaðra í miðjum tíma, og meira segja svo gróft að sumir eru ekki bara að senda sms heldur líka hringja og spjalla í tímum...Þetta er frekar óþægilegt fyrir mig þar sem ég á oft í miklum erfiðleikum með að heyra hvað kennarinn er að segja + að ég skil hvort eð er ekki helminginn.....
En í einelti tek ég ekki þátt í...
Það er einn algjör nörri sem er að reyna að ná kostningu sem formaður 1.bekkinga, og hann er búin að búa til flyera og alles...(svona bólugrafinn unglingur í fermingafötum með kanínutennur. Flyerarnir hans voru að ganga um tíma og fólk var búið að skrifa orð eins og hálfviti, asni, fáviti og teikna brjóst og skrifa eitthvað heimskt inní talblöðrur, og þetta var að ganga og allir að hlæja og bæta einhverju við. Svo kom þetta á mitt borð og nörrin sat nokkrum borðum aftar. 'Eg sendi þetta til baka og gellan sem rétti mér þetta varð fúl...en fokk her, þetta er ljótt. Hann er nógu skrýtinn og mikið nörd fyrir, það er alveg augljóst og allir vita það.
'Eg skoraði örugglega ekki mörg "töffaraprik" fyrir það en mér er nokk sama um það.. 'EG TEK EKKI ÞÁTT EINELTI....ég skal þykjast hlægja að ullum, skutlum og fokkmerki...en þar dreg ég línuna.....

Jæja, nóg af röfli, ég þarf að fara að lesa meiri sögu þar sem það er það eina sem ég er pottþétt á að ég þarf að læra....

Katskaya

Sunday, September 11, 2005

Skór

Jæja.....
Þá er önnur skólavikan að ganga í garð... Ég fékk loksins að vita í hvaða hóp ég á að vera, og heitir hann hópur 3.....(ég sem var búin að hanga með hópi 2 alla vikuna)..þá er bara að draga fram sleikjuna og fara að vingast við nýja hópfélaga..(ekki að ég hafi lagt neitt mikið effort í hóp 2).. En þetta er frekar slæmt þar sem að í síðustu viku voru kennararnir að segja hvað á að lesa o.s.frv og það vill svo til að ég er með engan sama kennarann og hópur 2, nema einn nörri sem kennir Evrópufræðin....Það er svona Gettu Betur bragur yfir honum...

Ég fór í dag og keypti mér háhælaða sko...bara svona just in case, þar sem það er almennur skóbúnaður kvenna hér í landi (10cm)..en ég lét mig hafa kannski 4 cm. Það er ENGIN í strigaskóm hér...það er alveg vangefið!!! Ekki það að mér sé ekki skítsama...ég er hvort eð er alltaf klædd eins og hálfviti og fólk starir...en ef það hefur áhrif á einkunnirnar (sem það gerir eflaust), þá verð ég að láta mig hafa það og fara að ganga í hælum og drakt....(yeah right).....En ég keypti mér reyndar draktarbuxur áðan líka....

Jæja...ég er farin að lesa sögu og svo í háttinn

Thursday, September 08, 2005

Er skóli lífið, eða lífið skóli??? Er eitthvað líf eftir skóla?

Jæja...best að hætta þessari bloggleti og fara að bulla og þvæla um lífið og tilveruna á ný....
Komin aftur til Rússlands. En ef þú, lesandi góður hefur ekki tekið eftir fjarveru minni, þá bið ég þig vinsamlegast um að fara útaf bloggsíðu minni...ég mæli með eftirfarandi linkum: www.rsk.is, www.blonduos.is, eða www.kassir.ru....

Skólinn er byrjaður og er ég í tómu fokki.... Skil c.a. 20% af því sem kennararnir segja, og næ ekki einu sinni að skilja hvað við eigum að lesa heima....(en enga svartsýni...ég þarf bara að halda 2 20min fyrirlestra í okt/nov um vitsmunaleg malefni tengdum Evropufræðum, á rússnesku)..
Og hér virkar gamla góða trikkið ekki að mæta í flegnu og daðra við kennarann...því allar gellurnar í Rússlandi eru alltaf í 10cm hælum, flegnu, með nýblásið hár og kvöldförðun frá Make up forever.... Ég er eina stelpan í öllum skólanumsem er í strigaskóm....kannski virkar það, og mæta með gleraugu og trefil..já...það er örugglega málið!
Mér er að takast að skilja a.m.k. í hvaða fögum ég er...Þau eru eftirfarandi:
1)Lögfræðivísindi (hehemm...eða science of law)
2)Saga Evrópu frá 1500-okkar tíma
3)Saga Rússlands eins og hún leggur sig (þar hafa rússarnir nú smá forskot)
4)Enska (en ég fæ rússneskutíma í staðin, þar sem ég er búin að sannfæra yfirvaldið að ég tali
mjög góða ensku.
5)Hagfræði
6)Inngangur að Evrópufræðum (region studies)
7)Undirstaða tölvunotkunar (held að ég þýði þetta eitthvað vitlaust)
8)Vandamál í þróun og samskiptum innan alþjóðasamskipta
9)Stærðfræði
10)Menningasaga

Já...mikið rétt...ég er í 10 fögum!!!!!!!!!!!!! Enda er ég alltaf í skólanum including á LAUGARDÖGUM....þetta er náttúrulega svívirða!!
En ég er ennþá að reyna að komast að þvi hvort ég þurfi að taka próf í öllum þessum áföngum.

Í flestum fögunum er fyrirlestru einu sinni í viku, og málstofa einu sinni í viku. Og i þessari málstofu fara frám umræður og rökræður kennarans og nemendanna um námsefnið...
Einkunn byggist að miklu leyti upp á virkni nemenda í þessum umræðutímum....FOOOOKKKKK.. (Er betra að segja eitthvað vitlaust, málfræðilega óskiljanlegt og heimskt en að þegja útí horni??)
Einn kennarinn sagði okkur að það væri ráðstefna 7.oktober um EU og Rússland...hún fer að nokkru leyti fram á ensku líka og okkur er frjálst að koma ef við viljum....ég ætla að mæta og sitja á fremsta bekk í flegnu og reyna að segja eitthvað gáfulegt svo ég geti a.m.k. skorað nokkra punkta hjá prófessorunum....Var einmitt sveitt inná EU heimasíðunni, því það er betra að vita eitthvað smá um málið..hehe...t.d. hvaða lönd eru í EU o.s.frv... En annars er ég mjög áhugasöm... Hér er dagskrá ráðstefnunnar:


RUSSIA AND EUROPEAN UNION AFTER ENLARGEMENT: NEW PROSPECTS AND NEW PROBLEMS


International Conference
Date and Venue: October 7, 2005.
Faculty of International Relations, Saint Petersburg State University.
Working Languages: English and Russian (simultaneous translation)

October 7, 2005
10.00 Opening ceremony
10.15-12.00. First Plenary Session. Current Development of EU – Russia Relations
Issues for discussion
§ Key issues of the EU development after enlargement
§ Working programme of the British Presidency of the EU Council
§ Priority areas of the EU – Russia cooperation

12.00-12.30. Break

12.30-14.30 Second Plenary Session. Theory and Practice of EU – Russia Strategic Partnership Concept
§ Russia and EU in the globalizing world: common and different in the approaches to the new challenges
§ The Strategic Partnership Concept and its perception in Russia and EU countries
§ From St. Petersburg Joint Statement of 2003 to the “road maps” of the Common Spaces: Prospects and difficulties of realization
§ EU policy towards Russia after enlargement: Approaches of the old and new members

14.30.-16.00 Break

16.00-18.00 Panels
Panel 1. History and Key Issues of the European Institutions
Issues for discussion
§ European integration idea: Origins and evolution
§ Development of the European Institutions: From the communities to the European Constitution
§ European integration experience for the development of EU - Russia relations

Panel 2. New Neighbourhood Policy, Northern Dimension and EU – Russia Relations
Issues for discussion
§ The new EU neighbours prospects to become EU members: Myth or reality
§ EU policy towards Russia, Ukraine and Belarus: Common and different in approaches
§ Regional dimension of the EU – Russia relations: Positive and negative aspects of the Northern Dimension realization

Panel 3. Russia and EU: From Intergovernmental Cooperation towards Cooperation between Civil Societies
Issues for discussion.
§ Political and economic discourse in the EU countries and Russia
§ Problems of the cooperation between European and Russian civil societies: Distinguishing experience of the European and Russian civil societies development
§ Potential of Russian and European civil societies dialogue

18.00 Concluding remarks of the organizers of the conference.

'OGEÐSLEGA SPENNANDI!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Annars er ég flutt í nýju íbúðina mína sem er bara algjör snilld...hún er kannski ekki eins flott og hin, en herbergið mitt er miklu stærra og betra rúm og skápapláss + Betty (uppþvottavélin mín).

Jæja...best að fara í háttinn....ég verð að nýta daginn vel á morgun og lesa helst og læra ALLA sögu Rússlands, svo hinir hafi ekki of mikið forskot...

Katan í tómu rugli í landi Rússans